Drķfuvinafélagiš

- Drķfurnar frį Dalvķk

 

Veiðisafnið á Stokkseyri í samvinnu við afkomendur Jóns Björnssonar byssusmiðs frá Dalvík stóðu fyrir stofnun Drífuvinafélagsins laugardaginn 12.mars 2005 í húsakynnum Veiðisafnsins Eyrarbraut 49 – Stokkseyri og teljast stofnfélagar vera um 13 0.

Jón Björnsson fæddur 16.október 1907 er án efa afkastamesti byssusmiður er uppi hefur verið á Íslandi, en hann lést 7. janúar 1991.

Nefndi hann byssur sínar DRÍFUR og er einstakt í Íslandssögunni að einn og sami maðurinn hafi smíðað á annað hundrað haglabyssur en þær eru á bilinu 120.
Allar þessar haglabyssur eru 12ga. 3”, með boltalás og hlauplangar, listasmíði og einstakar sem söfnunargripir komandi kynslóða.

Margir veiði- og byssumenn, á Íslandi í dag hafa heyrt af þessum byssum Jóns, en það ber að nefna að sjaldan koma þær í endursölu og vitað er um einstaklinga sem eiga fleiri en tvær.

Eitt af markmiðum Drífuvinafélagsins er að heildarsamantekt á fjölda og útgáfum ásamt númeraröðun þeirra eigenda er þess óska verði aðgengileg á einum stað og er heimasíða félagsins hýst hér á www.hunting.is í boði Veiðisafnsins og hér má finna helstu upplýsingum um Jón Björnsson og Drífurnar frá Dalvík.
Veiðisafnið hefur einnig í samráði við afkomendur Jóns sett upp til sýningar muni og nokkur verkfæri Jóns ásamt byssu nr.144 og 145 en fyrsta Drífan var merkt nr.101.

Félagar geta allir orðið sem eiga Drífur og /eða hafa áhuga á Drífum og skotvopnum og veiðum allmennt, skráning er öllum að kostnaðarlausu.

Óskað er eftir því að sem flestir Drífueigendur skrái sig/sínar byssur í félagið
svo halda megi á einum stað upplýsingum sem og framtíðarskráningu, er þetta eitt af fyrstu rannsóknarverkefnum Veiðisafnsins ses. sem tengist skotveiðum á Íslandi.


Flżtival