Veiðimenn

Byssur og persónulegir munir.

 

Tveir landsþekktir veiðimenn, þeir Sigurður Ásgeirsson í Gunnarsholti og Einar Guðlaugsson frá Þverá létust báðir í apríl 2008.

Að öðrum ólöstuðum skotveiðimönnum á Íslandi er ekki nokkur vafi á að báðir þessir menn standa fram úr er varðar fjölda veiðidýra sem þeir felldu á ævinni og einnig tækniþekkingu, uppfinningum sem og útsjónarsemi er kemur að skotveiðum á tófu og mink.

Veiðisafnið hefur eignast byssur og persónulega muni Sigurðar sem lést 19. apríl 2008 og einnig hefur safnið samkvæmt sérstökum samning muni og byssu frá Einari heitnum hér til sýningar en hann lést af slysförum ásamt veiðifélaga sínum, Flosa Ólafssyni við veiða 1.april 2008.

Einnig hefur Veiðisafnið sett upp til sýningar byssur og persónulega muni frá Sveini Einarssyni veiðistjóra og Sigmari B. Haukssyni en báðir eru þeir látnir og er sýningin unnin í samvinnu ættingja og barna þessara veiðimanna. Ekki er nokkur vafi á að báðir þessir menn höfðu áræði og áhrif svo eftir verður tekið er kemur að skotveiðisögu Íslands.

Sveinn Einarsson var fyrsti veiðistjóri á Íslandi og gengdi því embætti í 26 ár en hann lést árið 1984.
Sigmar B. Hauksson var landsþekktur veiðimaður og formaður SKOTVÍS til margra ára en hann lést árið 2012.

Skotvopn og munir frá Sigmari og Sveini hafa nú verið settir upp í fastasýningu Veiðisafnsisns en fyrir voru munir og skotvopn frá Sigurði Ásgeirssyni og Einari Guðlaugssyni. Stjórn Veiðisafnsins vill þakka aðstandendum beggja þessara manna fyrir samstarfið sem leiddi til þess að við getum nú heiðrað minningu þessara einstöku skotveiðimanna.

PR / GE / ÖS / JVH / RBFlżtival